Siguršur G. Gušjónsson | žrišjudagurinn 16. desember 2008

Fiskeldi į Dżrafirši

Fiskeldisfyrirtækið Dýrfiskur ehf., hefur nú sett um 30.000 regnbogasilnungs seiði í kví á Dýrafirði. Þau verða væntanlega hæf til slátrunar á hausti komandi gangi allt að óskum. Félagið flutti í nóvember  inn hrogn frá Danmörku til klaks að Laxalóni í Reykjavík. Klakið tókst vel og gaf um 250 þúsund seiði af sér. Seiði þessi verða flutt vestur í Tálknafjörð milli jóla og nýárs til eldis þar fram á komandi sumar. Gert er ráð fyrir að þau verið sett í kvíar á Dýrafirði  í júní eða júlí næst komandi til áframeldis. Reiknað er með að þau nái allt að þriggja kílóa þyngd á 18 til 24 mánuðum en þá verður þeim slátrað.
Markmið félagsins er að byggja upp regnbogasilungs eldi  með um 1500 framleiðslu á ári á komandi árum.

Á mynd með frétt þessari má sjá starfsmenn Dýrfisks þá Brynjar Gunnarsson og Hafstein Aðalsteinsson við störf á morgni 14. desember sl.

Siguršur G. Gušjónsson | mįnudagurinn 15. desember 2008

Flogiš aš vestan

Kom til Reykjavíkur á ný eftir helgardvöl á Þingeyri. Eins og svo oft áður þegar flogið hefur verið vestur er þetta spurning um hvort flogið verði eða ekki til eða frá Ísafirði. Í dag var seinkun, þar sem misvinda var á Ísafirði- austan og norðaustan með smá éljum.
Á Ísafjarðarflugvelli er alltaf fjöldi fólks í kringum komur flugvéla- fólk að fylgja eða ná í ættingja, vini eða venslamenn í flug. Á vissan hátt er þetta líkt og þegar strandferðaskipin, Hekla og Esja, sigldu umhverfis landið með farþega og vörur og fólk í þorpunum flyktist niður á bryggju við hverja skipskomu. 
Þegar flugi seinkar gefst gott tækifæri til að spjalla við þá sem maður þekkir eða kannast við á flugvellinum; taka púlsinn á mannlífinu og viðhorfum fólks. Á umliðnum árum hafa Vestfirðingar verið frekar svartsýnir um þróun byggðanna enda atvinnulífið frekar einhæft og samgögnur milli byggðanna á Vestfjöðrum og við þjóðveg 1 slæmar. Af samtölum við þetta fólk má ráða að kreppan kemur síður við það en þá sem búa í Reykjavík. Og kannski er það svo að það hefur verið kreppa á Vestfjöðrum síðan kvótakerfi í sjávarútvegi var komið á. Vestfirðingar er hins vegar að ná vopnum sínum í sjávarútvegi á ný með kaupum á kvóta á uppsprengdu verði og nú síðast með öflug eldi á þorski við Djúp. Eignabólgan náði heldur aldrei til Vestfjarða þannig að þar eru væntanlega ekki mikið um íbúðir og hús sem eru með 80 til 100% lánum. Atvinnuleysi er líka lítið sem ekkert og verður vonandi svo áfram, þó engin komi stóriðja í formi olíuhreinsistöðvar í Hvestu. Vestfirðir án olíuhreinsistöðvar eru Vestfirðir framtíðarinnar.  
Eldri fęrslur