Siguršur G. Gušjónsson | sunnudagurinn 14. desember 2008

Frį Žingeyri

Flaug vestur á Ísafjörð á laugardagsmorgun í frábæru veðri en köldu. Á Ísafirði kom ég við í Gamla bakarínu hjá Rut, eins og ég geri ævinlega þegar farið er um Ísafjörð. Þegar til Þingeyrar var komið fór ég til jarðarfara Sigurjóns G. Jónassonar frænda míns og fyrrum bónda í Lokinhömrum. Hjá honum var ég í sveit frá 1958 til 1962. Lokinhamrar voru þá ekki í vegasambandi og allt í raun mjög frumstætt; ekkert rennandi vatn í litla bænum sem var í raun lítið annað en svefnloft eldhús búr og borðstofa. Í Lokinhömrum var gott að vera og þangað var gott að koma ávallt síðar.

Á sunnudag fór ég með Brynjari og Hafsteini að gefa regnbogasilungnum sem ég og félagar mínir erum að ala upp í kvíum á Dýrafirði. Veður er kalt og stillt; snjóföl í fjöllum og þorpið Þingeyri skreytt jólaljósum. Regnboginn hefst vel við þó fjörðurinn sé kaldur, tekur vel þegar honum er gefið á fallaskiptunum. Nánast engin afföll nú.

Í komandi viku getum við vonandi flutt regnbogaseiðin sem við eigum að Laxalóni vestur i Tálknafjörð, þar sem við ætlum að ala þau í stöðinni í Botni fram á sumar eða þar til þau verða svona 200 til 300 grömm. Þá verða þau sett í kvíar á Dýarfirði og ættu, ef allt gengur að óskum, að vera hæf til slátrunar á árinu 2010.
Siguršur G. Gušjónsson | mišvikudagurinn 3. desember 2008

Mįlefniš

Sit og hluta á umræðu á Skjá einum um fjölmiðla, sem stýrt er af tveimur þingmönnum, þeim Katrínu Jakobsdóttur Vinstri gærnum og Illuga Gunnarssyni Sjálfstæðisflokki. Fram hefur komið í umræðunni að eignaraðild eigi að vera dreifð og helst í stóru almennings hlutafélagi, segir Ólafur Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins. Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur á nú í fjárhaglegum vanda, er í raun gjaldþrota. Eigendur Árvakurs hafa gegnum tíðina ekki verið á því að eignaraðild að því félagi ætti að vera dreifð. Félaginu var fyrir margt lögnu bjargað af heildsölum; Íslenska sjónvarpsfélaginu (Stöð 2) var bjargað um áramót 1989/1990 af kaupmönnum, þegar frumkvöðlar þess höfðu keyrt það í strand. Íslenska sjónvarpsfélaginu (Skjá 1) var bjargað af öflugum viðskiptamönnum í kringum 2001 þegar félagið var komið í þrot.
Þingmenn hafa enn og aftur áhyggjur af eignarhaldi fjölmiðla í einkaeigu. Ég held að þingmenn ættu að finna sér önnur áhyggjuefni nú þegar allt atvinnulíf er komið í rúst.

Fyrri sķša12
3
Nęsta sķša
Sķša 3 af 3
Eldri fęrslur