Sigurður G. Guðjónsson

Hæstaréttarlögmaður

Hefur unnið við lögmannstörf allt frá útskrift úr lagadeild Háskóla Íslands 27. júní 1981. Sigurður hlaut hérðasdómslögmannsréttindi árið 1982 og hæstaréttalögmannsréttindi 1989. Sigurður stundaði nám við Harvard háskóla veturinn 1983 til 1984.

Frá árinu 1985 hefur Sigurður rekið eigin lögmannstofu í Reykjavík. Frá 21. febrúar 2002 til október 2004 var Sigurður í fríi frá lögmannsstörfum meðan hann gegndi starfi forstjóra Norðurljósa samskiptafélags hf., sem þá rak Stöð 2, Bylgjuna og fleiri ljósvaka og prentmiðla.
Lögmannstörf Sigurðar spanna allt svið hefðbundinnar lögmannsþjónustu, rekstur einkamála, vörn í opinberum málum, skipti búa og hvers kyns lögfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga og lögaðila.

Gjaldskrá og skilmálar.

Gjaldtaka fyrir veitta lögmannsþjónustu ræðst af samningi um hvert einstakt verkefni. Samningar þessi geta kveðið á um hagsmunatengda þóknun og/eða eininga tengda þóknun, þar sem hver eining telst að lágmarki 6 mínútur. Lágmarksgjald á einingu er kr. 2.000 auk virðisaukaskatts. Greiða þarf sérstaklega fyrir allan útlagðan kostnað. Reikningar vegna vinnu við einstök verk eru gefnir út eftir framvindu þeirra og innheimtir gegnum banka.

Þátttaka í atvinnulífi.

Sigurður hefur á lögmannsferli sínum setið í stjórnum fjölmargra félaga einkum þó á svið fjölmiðlunar,fjarskipta- og fjármálaþjónustu. Sigurður sat meira og minna í stjórn Íslenska útvarpsfélagsins hf., frá árinu 1990 til ársins 2004 og hlutafélögum tengdum því svo sem Sýn, Tali, Frjálsri fjölmiðlun og Skífunni. Sigurður sat sem aðalmaður í stjórn Glitnisbanka hf., þar til Fjármálaeftirlitð tók rekstur hans yfir á grundvelli laga nr. 125/2008. Sigurður er formaður stjórna Norðurflugs ehf., Farice hf., Efarice ehf., og Sökkulls ehf.,fyrir skjólstæðinga sína.
Samhliða lögmannsstörfum hefur Sigurður komið að stofnun og rekstri ýmissa hlutafélaga á eigin vegum svo sem Árs og dags ehf., sem hóf útgáfu fríblaðsins Blaðsins þann 6. maí 2005, IP-fjarskipta ehf., eiganda fjarskiptaþjónustunnar HIVE, Birtíngs útgáfufélags ehf., sem gefur út tímaritin Gestgjafann, Mannlíf, Nýtt líf, Séð og heyrt og fleiri og  Dýrfisks ehf., sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði.
Sigurður hefur komið að félagsmálum setið í stjórn Lögmannsfélags Íslands, sem aðal- og varamaður, var í forsvari fyrir framboði Ólafs Ragnars Grímssonar til embættis forseta Íslands árið 1996, 2000 og 2008, starfað að framboðum fyrir Samfylkinguna, sat í stjórn Knattspyrnudeildar Vals Reykjavík og íþróttafélagsins Höfrungs á Þingeyri.